Tengdar greinar

Prjónað á barnabörnin

Prjónað af ást er  eiguleg bók innblásin af gömlum norskum prjónabókum. Í bókinni er að finna um 70 uppskriftir af fallegum prjónafatnaði á börn allt frá nýfæddum til 10 ára, og allt á íslensku.

Halldóra Viktorsdóttir.

Halldóra Viktorsdóttir er ein þeirra sem uppgötvaði hvað prjónaskapur getur verið skemmtilegur og örvandi fyrir heilastarfsemina. Hún tók sig til og prjónaði glæsilega peysu á eitt barnabarna sinna á síðast ári og var spurð hvort hún hafi haldið iðjunni áfram og hvað prjónaskapur gefi henni: „Já já ég hef haldið áfram að prjóna og finnst þetta ágætis tilbreyting frá annarri hugarleikfimi eins og bóklestri og tölvuleikjum!

Í þessu langa covid ástandi þegar ekki er hægt að hitta vini sína eða vera mikið á ferðinni styttir þetta stundirnar og mér finnst líka spennandi að komast í gegnum nýjar og nýjar uppskriftir. Það er svo gaman að sjá flíkurnar fæðast og ekki skemmir fyrir að einhver vilji klæðast þeim. Ég er líka búin að smita mágkonu mína og koma henni í kynni við Ömmu mús handavinnuhús.“

Halldóra komst upp á lagið með að nýta vefinn til að finna kennsluefni um prjónaskap svo hún hefur aldrei þurft að stoppa í miðri uppskrift.

 

 

 

Ritstjórn janúar 19, 2021 14:20