Réttur sem biður um að verða borðaður

Þessi réttur sem heitir Chorizo og Rósmarý pasta er svo girnilegur að hann biður hreinlega um að verða borðaður. Hann er líka svo fljótlegur að það er hreint ótrúlegt. Anna Björk Eðvarðsdóttir á heiðurinn af þessum pastarétti og er með hann á matarblogginu sínu, ásamt þessum flottu myndum. Við deilum honum hér með hennar leyfi en ef þið viljið skoða matarbloggið hennar, smellið hér.

 

Það sem til þarf:

f.4

50 gr. smjör

Chorizo pylsa (spænsk kryddpylsa sem fæst í öllum búðum)

¼ tsk chiliflögur

1.tsk saxað ferskt rósmarín

1 dós saxaðir tómatar og safinn

1 ½ tsk tómat mauk

1 ½ dl rjómi

Salt, pipar og sykur á milli fingra

300 gr. pasta soðið skv. leiðbeiningum á pakka

Rifinn parmesanostur

Svona geri ég:

Pyslan er skorin í litla bita. Smjörið brætt á pönnu og chili og pylsan látin út í og allt látið malla í smástund. Þá er tómötum og safanum, maukinu, rósmarín, rjóma, salti og pipar bætt saman við. Settu svo smá sykur á milli fingranna og bættu útí svo beiskjan út tómötunum hverfi.  Þetta er svo all látið malla  í 5 mínútur.  Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka, eða „al dente“. Því er svo velt uppúr sósunni og borið fram með miklum rifnum parmesan osti og góðu salati. „Mér finnst gott að hafa spínat, ferska tómata og furuhnetur með rauðvínsediki“, segir Anna Björk á blogginu sínu, „smá salt og estragon“.

Ritstjórn maí 11, 2018 12:34