Síðasta sýningarhelgi á yfirlitsýningunni Usla

Nú eru síðustu forvöð að sjá yfirlitssýninguna Usla með verkum Hallgríms Helgasonar á Kjarvalsstöðum. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 9. febrúar.

Á sýningunni Usli er sjónum beint að höfundarverki myndlistarmannsins Hallgríms Helgasonar, sem er raunar ekki síður þekktur fyrir ritstörf og samfélagsrýni. Innan myndlistarinnar hefur sagnamaðurinn valið sér málverkið og teikninguna sem tjáningarform.

Hallgrímur Helgason er áttundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og viðfangsefnum.

Á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar, verður Hallgrímur Helgason með leiðsögn um sýninguna kl. 20.00. Frítt inn á Safnanótt og opið til kl. 22.00 á Kjarvalsstöðum.

Ritstjórn febrúar 6, 2025 15:00