Sjötugur lærlingur í nýjum heimi

Hvað gerir sjötugur ekkill í fullu fjöri sem vill ekki fara á eftirlaun en fær hvergi vinnu. Svarið er að hann ræður sig sem lærling í fyrirtæki sem rekur tískuvefsíðu.  Kvikmyndin The Intern eða Lærlingurinn er nú sýnd í Sambíóunum. Það eru engvir aukvisar sem fara með aðahlutverkin í The Intern en það er þau Robert De Niro og Anne Hathaway.

Söguþráðurinn

Stofnandi tískusíðunnar Jules Ostin stjórnar ört stækkandi fyrirtæki. Hún hóf rekstur síðunnar við eldhúsborðið heima hjá sér en á átján mánuðum hefur fyrirtækið vaxið hratt og hefur starfsmönnum fjölgað um 250. Ben Whittaker verður aðstoðarmaður Jules sem eins og aðrir starfsmenn fyrirtækisins tekur þessum aldna lærlingi af nokkurri tortryggni. En menn eru fljótir að átta sig á því að reynsla Ben og þekking sem árum saman hafði unnið sem framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki nýtist vel í nýja starfinu. Starfsmennirnir taka hann í sátt  og smátt og smátt verður samvinna þeirra Bens og Jules  bæði náin og gjöful. Jules er þjökuð af samviskubiti yfir því að sinna ekki fjölskyldu sinni sem skyldi þar sem hún er svo upptekin af því að eiga og reka fyrirtækið. Hún er því að velta því fyrir sér að ráða framkvæmdastjóra og draga sig í hlé. Ben líst illa á þessar fyrirætlanir Jules og ræður henni frá því að ráða framkvæmastjóra. Þetta er í grófum dráttum söguþráðurinn í myndinni sem hefur fengið góða dóma víða um lönd.  Þetta er kvikmynd sem fjallar um stöðu eldra fólks á vinnumarkaði á nýstárlegan hátt.

 

Hér má sjá stiklu úr myndinni:

Ritstjórn september 30, 2015 10:11