Slepptu „skotunum“ og seldu uglusafnið

Sjálfsagt langar flesta að verða ungir í annað sinn og taka þess vegna upp á allskyns kúnstum til að líta betur út í augum þeirra yngri. Á vefnum aarp.org er að finna þessar leiðbeiningar um hverju borgi sig að sleppa, svona ef maður vill ekki meiða sjálfa sig eða aðra.

Parkour

Ekki sniðugt fyrir miðaldra og eldri

Ekki sniðugt fyrir miðaldra og eldri

Samkvæmt orðabókum er Parkour jaðaríþrótt sem felur það í sér að fara yfir hindranir með því að keyra, klifra eða hoppa. Mörgu ungu fólki finnst þetta skemmtilegt. Ef þér finnst þetta spennandi og ert á miðjum aldri ættirðu að hafa í huga að þú gætir þurft að sveifla þér, rúlla þér og ganga jafnt á höndum sem fótum. Ef þú vilt ekki meiða þig er að öruggast að horfa Parkour sem og aðrar jaðaríþróttir á YouTube.

Skot

Þú ættir að hafa vit á því að sleppa skotum af sterku áfengi. Drykkja sem veldur því að þú stendur ekki í lappirnar er þér til skammar að ekki sé nú talað um allar dauðu heilafrumurnar. Ekki herma eftir unglingunum , þú ert það hokinn af reynslu að þú veist að þau vaxa uppúr þessari vitleysu.

 Karókí og skot

Þú ert þá semsagt að prófa skotin og ert dottinn í það?  Nú langar þig að prófa karókí,eitthvað sem þér hafði ekki dottið í hug á meðan þú varst edrú. Skella sér á sviðið, úff, vinir þínir munu reyna að koma þér heim. Verði börnin þín vitni að þessum ósköpum munu þau ekki vilja tala við þig í einhvern tíma á eftir – hversu lengi fer eftir atvikum.

 Að brjóta planka með höfðinu

Barnabörn þín hafa kanski fengið þjálfun í austurlenskum bardagaíþróttum eins og karate en hafir þú ekki svarta beltið í þeim listum ættirðu alveg að sleppa bardagaíþróttum og halda þig við jóga nema þú viljir endilega ná þér í heilahristing.

Að safna postulínsstyttum

Það er kannski kominn tími til að losa sig við allt smádótið

Það er kannski kominn tími til að losa sig við allt smádótið

 Það að safna, drykkjarkönnum, postulíns,-  uglu- eða hestastyttum svo dæmi séu tekin,  gæti hæft vissum aldri betur en öðrum  en ef þú ert eldri en fimmtíu og fimm ára og með söfnunartilhneigingu er  líklega allt yfirfullt af myndum, styttum og öðrum hlutum heima hjá þér. Ekkert segir „gamall“ meir en stór söfn af af dóti sem þarf stöðugt að þurrka af. Reyndu að selja dótið í Kolaprotinu eða á Bland. Ef þú saknar gamla dótsins getur þú byrjað að safna upp á nýtt.

 Að halda því fram að það sé þér að þakka að krakkarnir „hafi ekki lent í neinu“.

Ef þú trúir því í alvörunni að krakkarnir þínir „hafi aldrei prófað neitt“ hefurðu sennilega rangt fyrir þér. Það er líklegt að þau hafi einfaldlega aldrei sagt þér frá því en stundum er fáfræðin góð. Forðastu líka að fullyrða eitthvað um barnauppeldi sem gæti svo reynst á rangt eftirá. Það er óþarfi að básúna hlutverk þitt í barnauppeldi og námsárangur barnabarnanna á fésbók eða í tölvupóstum. Það er alls ekki víst að aðrir hafi sama áhuga á þessum málefnum og þú.

 Að segja frá tengslum þínum við fræga poppara í den

Þetta er allt í lagi. Þú getur skemmt þeim yngri með að segja þeim hvernig þú spilaðir  plötunar hans Björgvins Halldórssonar afturábak til að finna leynileg skilaboð. Segðu fjálglega frá þessu, unga kynslóðin er vitlaus í gamaldags vínílplötur og plötuspilara. Þú ert búin að lifa nógu lengi til að vera aftur orðin töff þegar kemur að vínilnum.

 

Ritstjórn mars 26, 2015 12:20