Þér er boðið til stefnumóts við þrjá höfunda á Borgarbókasafninu Kringlunni miðvikudaginn 12. nóvember þar sem í boði verða upplestrar, sögur og góðar samræður. Arndís Þórarinsdóttir, Ása Marin og Margrét Höskuldsdóttir sýna með verkum sínum að það er list að skrifa góðar bækur sem hreyfa við tilfinningunum án þess að taka lífið of hátíðlega. Þetta er tækifæri til að hitta þær, heyra hvað kveikti hugmyndirnar að bókum þeirra og spjalla við þær.
„Við stöllur vorum að ræða saman og þá rann upp fyrir okkur að þótt bækurnar okkar þrjár séu ólíkar eru þær allar skrifaðar til þess að gleðja hinn almenna lesanda, hvort sem hann er á höttunum eftir ástarsögu, glæpasögu eða gamansögu,“ segir Arndís. Hún bætir við að þær séu líka allar ástríðufullir lesendur og spenntar að hitta fleiri slíka á Borgarbókasafninu Kringlunni. „Jólabókaflóðið er jú hátíð lesenda,“ segir Arndís glaðlega.Stundin, sem ber yfirskriftina Stefnumót við lesendur, er tileinkuð sögum sem minna okkur á hversu dýrmætt það er að gleyma sér í góðri bók.
Viðburðurinn hefst á miðvikudag kl. 17:30
Enginn aðgangseyrirÖll hjartanlega velkomin!
Rými fyrir höfunda
Viðburðurinn er hluti af Rými fyrir höfunda. Þar geta rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Borgarbókasafnsins:







