600 g gott nautakjöt, skorið í bita
100 g pepperoni, saxað (smekksatriði hvort pylsan er notuð)
1 laukur, saxaður
150 g sveppir, skorin í bita
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 bolli grænar ólífur, skornar í sneiðar
1 rauð paprika, skorin í bita
1 dós saxaðir tómatar
1 1/2 l vatn
1 dós pintóbaunir
3 teningar kjötkraftur
1 bolli rauðvín
1 1/2 mak. paprikuduft
3 lárviðarlauf
1 tsk. kúmen
1 tsk. marjoram
2 1/2 dl rjómi
olía til steikingar
Steikið nautakjötið, pepperoni og laukinn í stórum potti. Bætið sveppum og hvítlauk út í og svo ólífum og papriku. Hellið vatni, tómötum og rauðvíni í pottinn og hrærið. Bætið kryddi út í og sjóðið saman í 45 mínútur við vægan hita, ekki bullsjóða. Þá er pintóbaunum og rjóma bætt út í og súpan smökkuð til. Ef súpan er of bragðsterk hefur vatnið soðið niður og gott að bæta svolitlu vatni út í og/eða rjóma.