Tæknisveitin bjargar málunum

Vilhjálmur Hjelm

Vilhjálmur Hjelm

Hver kannast ekki við það þegar nettengingin virkar ekki heima, eða sjónvarpið er eitthvað vanstillt. Hvað er þá til ráða? Hringja í vini eða kunningja sem kunna á þessi tæki? Það er ekki alltaf mögulegt og hvað gera menn þá? Upplýsingatæknifélagið Omnis rekur tíu manna Tæknisveit sem fer á milli heimila á suðvesturhorninu og aðstoðar menn við að tengja hlutina rétt, stilla sjónvarpstækin og lagfæra það sem úrskeiðis fór með tölvuna. Þetta er nokkurs konar björgunarsveit fyrir þá sem ekki eru nógu sleipir í tæknimálum.

Heimilin orðin svo tæknivædd

Vilhjálmur Hjelm er sölustjóri hjá Omnis, en var áður hópstjóri Tæknisveitarinnar. Hann segir mikið leitað til fyrirtækisins eftir þessari þjónustu, enda sé hún góð. Verkefnin séu mismunandi svo sem eins og að tengja heimabíó, setja upp tölvur, aðstoða við þráðlaus net sem virki ekki nægilega vel, einfalda snúrur og tengja sjónvörp. Heimilin séu orðin svo tæknivædd, tæknin sé flókin og alltaf að breytast. Þarna komi Tæknisveitin til skjalanna og aðstoði fólk. „Enda er ekki hægt að vera góður í öllu“, segir hann og bætir við að hann noti þessa þjónustu sjálfur.

Hugmyndin að Tæknisveitinni

Hugmyndin að Tæknisveitinni er sótt til Bandaríkjanna. Omnis kappkostar að hafa í vinnu góða tæknimenn með fjölbreytta reynslu, þannig að unnt sé að huga að mörgu í sömu heimsókn, til dæmis bæði tölvum og sjónvarpi.   Vilhjálmur segir að sambærileg þjónusta sé ekki veitt hér. Yfirleitt sé það þannig að það þurfi einn mann til að lagfæra tölvuna, annan í lagnir og jafnvel þann þriðja í sjónvarpstækin.

Á vakt hjá Tæknisveitinni

Hafa samband við Tæknisveitina

Vilhjálmur segir sveitina leggja áherslu á að sinna fleiri en einu verkefni í sömu heimsókn og það kosti vissulega peninga, en það sé hreint ekki ódýrara að fá tvo til þrjá tæknimenn á staðinn, til að sinna sitt hvoru verkefninu. Hann bendir líka á að það auki söluverðmæti eigna, ef lagnir eru allar í lagi og aðstaða fyrir nýjustu tækni. Síminn hjá Tæknisveitinni er 444-9911 og netfangið: hjalp@taeknisveitin.is

 

 

 

 

Ritstjórn febrúar 5, 2015 15:05