Þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili á vegum borgarinnar.

Ingvar Mar Jónsson

Ingvar Mar Jónsson 1. sæti Framsóknarflokksins skrifar:

Framsóknarflokkurinn vill að Reykjavík fari í uppbyggingarátak til þess að fjölga þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum.  Ennfremur viljum við að borgin annist rekstur þeirra sem mótvægi við einkarekstur. Við höfum áhyggjur af því að einkarekin hjúkrunarheimili séu rekin á kostnað eldri borgara.

Hugmynd okkar gengur út á að borgin reki þjónustuíbúðir og hjúkrunarrými á kostnaðarverði þannig að ekki sé verið að hagnast á eldri borgurum.  Eldri borgarar eru ekki markaðsvara.  Það á enginn að græða á eldri borgurum !

Við í Framsóknarflokknum berum virðingu fyrir eldri borgurum og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þessa að tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld.  Eldri borgarar eiga allt það besta skilið, fólk sem staðið hefur vaktina og byggt upp okkar góða samfélag.