Næstkomandi föstudag, 24. janúar kl. 20 mun Birgir Steinn Theodórsson kontrabassaleikari og tónskáld halda tónleika í Hannesarholti. Að sögn Birgis hyggst hann stíga út fyrir þægindaramma sinn og frumflytja tónlist eftir sjálfan sig. Tónsmíðar hans reyna á möguleika kontrabassans að mati tónskáldsins og óhætt að segja að spennandi verði að upplifa og sjá hvaða eiginleikum hann býr yfir. Starfsfólk Hannesarholts hlakkar til að sjá og heyra Birgir Stein og vill gjarna sjá sem flesta koma til að njóta þessarar „þrælskipulögðu óvissuferðar.