Tískubloggari á sjötugsaldri

Lyn Slater er háskólaprófessor og félagsráðgjafi auk þess sem hún heldur úti mjög vinsælu tískubloggi. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hún er orðin 63 ára. Á vef Huffington Post segir að þetta hafi nánast gerst fyrir slysni. Fyrir tveimur árum stóð Lyn og beið eftir vinkonu sinni en þær voru á leið á tískusýningu. Ljósmyndarar komu auga á hana og fóru að mynda hana í gríð og erg því þeir héldu að hún væri fræg enda konan í áberandi flottum fatnaði. Í kjölfarið ákvað hún að stofna sitt eigið tískublogg sem hefur náð miklum vinsældum. Annað sem er athyglisvert við tískublogg Lyn er að hún breytir myndunum ekki. Þær sýna hana eins og hún er. Hrukkurnar og silfurlitað hárið fær að njóta sín.  Hér er hægt að sjá fleiri myndir af Lyn.

Ritstjórn janúar 11, 2017 10:48