Tískuráð miðaldra kvenna

Byrjaðu á að skipuleggja fataskápinn. Ef það vex þér svo í augum að þú getur ekki gert það sjálf, færðu einhvern annan til að gera það fyrir þig. Þegar því er lokið er hægt að einsetja sér  að halda í horfinu með því að raða alltaf vel í skápinn. Með þessu móti veistu alltaf hvað er í fatasafninu og hvað þú þarf að kaupa til að fylla í eyður. Kauptu ný nærföt og hentu þeim gömlu. Láttu sömu sjónarmið ráða kaupum á nærfötum og ráða kaupum á ytri fötum, þú munt bera þig betur ef nærfötin fara vel.

Gerðu tilraunir með stíl. Fáðu þér eitthvað nýtt sem brýtur upp gamalt og þreytt útlit. Skoðaðu tískublöðin en líttu framhjá tágrönnum fyrirsætum og stjarnfræðilega háu verði. Taktu eftir hlutum sem höfða til þín. Tískuföt eru fáanleg í öllum verðflokkum, höfði  eitthvað af því sem þú sérð til þín farðu þá á stúfana og prófaðu. Fókuseraðu á einn eða tvo hluti sem þú gætir bætt við annars hlutlausan fatnað. Gerðu tilraunir með þinn persónulega stíl.

Vertu ákveðin í að kaupa ekkert á þessu ári sem þú verður ekki líka ánægð með á næsta ári. Ef þig langar í einhverja nýja flík spurðu þá sjálfa þig hvort hún fari vel með því sem er fyrir í fataskápnum. Ef svarið er nei skaltu sleppa kaupum í það sinn. Settu þér það markmið að ganga í vönduðum fatnaði sem velst vel saman. Vendu þig á að kaupa ekkert án þess að máta. Stærðir eru mismunandi eftir löndum og framleiðendum, stærðir eru ekki staðlaðar. Ef þú vilt fara vel með fé og vilt ekki eyða um of í ný föt má alltaf búa til nýjar samsetningar úr þeim fötum sem þú átt fyrir.

Farðu út fyrir þægindarammann.  Ef þú lítur inn í fataskápinn og sérð aðeins, svart, grátt, brúnt eða dökkblátt er tími til kominn að kaupa eitthvað nýtt. Byrjaðu á að kaupa uppáhaldslitinn þinn en þó ekki fyrrnefnda liti, eitthvað sem fer vel við augu þín eða hreinlega lit sem þú hefur aldrei áður þorað að klæðast, til dæmis buxur í rauðum lit. Þetta snýst allt um að þora.

Þorðu að vera í flottum fötum sama hversu þung eða létt þú ert.

Þorðu að nota liti og áprentanir.

Þorðu að ganga um á háum hælum.

Þorðu að ganga í leðri.

Þorðu að skipta oft um yfirhöfn.

Þorðu að versla í öðrum búðum en venjulega.

Þorðu að leita ráða um tísku og stíl.

Þorðu að skipta um skart.

Þorðu að grynnka á draslinu í handtöskunni.

Þorðu að nota aukahluti með nýju fötunum þínum.

Þorðu að ganga í skóm í litum.

Þorðu að blanda vönduðum fatnaði saman við gallabuxur.

 

 

Ritstjórn febrúar 17, 2016 10:24