Dansstaðir að líða undir lok?

„Það vantar góðan stað til að fara á böll fyrir fólk á besta aldri. Mörgum finnst gaman að dansa, en það er ekkert um dansstaði, bara pöbbar og þeir eru yfirfullir af drukknu fólki og við fílum það ekki,“ segir Hrafnhildur Einarsdóttir í Parísarklúbbnum.

Æfingadansleikir

Flott sveifla

Flott sveifla

Mörgum er líkt farið og félögunum í París, fólki finnst gaman að dansa en hvert á að fara? Það eru til staðir sem halda í danshefðina þó þeim fari fækkandi. Í Breiðholti, nánar tiltekið í Drafnarfelli tvö er að finna samtökin, Komdu að dansa og þau halda æfingadansleiki á fimmtudagskvöldum auk þess sem þau gangast öðru hvoru fyrir dansleikjum og fleiri skemmtunum.

Ekkert áfengi

„Fólk kemur bara til að dansa og hafa gaman, það er ekkert áfengi haft um hönd á þessum böllum,“ segir Gunnar Þorláksson sem er í forsvari fyrir samtökin. Hann segir fólk á öllum aldri komi til að dansa og hafa gaman. Fólk geti komið eitt, það sé ekki nauðsynlegt að hafa félaga með sér.„Það getur hver dansað með sínu nefi á böllunun en fólk getur líka lært að dansa hjá okkur,“ segir Gunnar sem býður upp á námskeið fjögur sunnudagskvöld í röð, en að þeim loknum á fólk að vera orðið ballfært.

Beðið eftir næst lagi

Beðið eftir næst lagi

Í vínarkrus, vals og ræl

„Á námskeiðunum kennum við meðal annars grunninn í vínarkrus, vals, tangó og ræl,“ segir Gunnar og bætir við að fólk læri líka dálitla sveiflu. Svo sé hægt að skella sér á framhaldsnámskeið.

Af öðrum skemmtistöðum sem fullorðið fólk sækir, langi það að  lyfta sér upp,  voru oftast nefnd í óformlegri könnun Lifðu núna,  Kringlukráin og Spot í Kópavogi . Á báðum stöðunum er hægt að dansa um helgar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn nóvember 25, 2014 13:02