Umboðsmaður viðskiptavina TR

Margir kvarta undan því að þeir reki sig á veggi í kerfinu og að upplýsingar liggi ekki á lausu um réttindi eldri borgara. Á vef Tryggingastofununar á island.is er að finna margvíslegar og greinagóðar upplýsingar og flest það er lýtur að málefnum lífeyrisþega. Þar er mönnum einnig vísað á leið til að fá úrlausn sinna mála hafi allt verið reynt. Hjá TR er starfandi umboðsmaður viðskiptavina. Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir gegnir því starfi.

Á vef TR á island.is er finna eftirfarandi upplýsingar um hlutverk og skyldur umboðsmanns viðskiptavina:

Upplýsingar úr ársskýrslu TR.

„Umboðsmaður viðskiptavina TR vinnur að bættum starfsháttum í þágu þjónustuþega okkar með það að leiðarljósi að jafnræði sé virt í allri okkar vinnu og meðferð mála sé í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.

Umboðsmaður veitir leiðbeiningar  um  meðferð mála hjá Tryggingastofnun og aðstoðar þau sem telja sig ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög og reglur.

Þegar á þarf að halda veitir umboðsmaður ráðgjöf varðandi endurupptöku og kæruleiðir.

Í erindi til umboðsmanns þarf að koma fram:

lýsing á málavöxtum

hvaða úrbóta eða breytinga er óskað varðandi meðferð eða úrlausn málsins

Erindi þarf að senda skriflega á umbodsmadur@tr.is

Hægt er að bóka viðtal hjá umboðsmanni hér.

Vert er að taka fram að umboðsmaður tekur mál almennt ekki fyrir ef:

það er í vinnslu innan Tryggingastofnunar

það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, Umboðsmanni Alþingis eða dómstólum og niðurstaða liggur ekki fyrir

það eru meira en 2 ár liðin frá stjórnvaldsákvörðun

Umboðsmaður viðskiptavina TR vinnur að bættum starfsháttum í þágu þjónustuþega okkar með það að leiðarljósi að jafnræði sé virt í allri okkar vinnu og meðferð mála sé í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.

Umboðsmaður veitir leiðbeiningar  um  meðferð mála hjá Tryggingastofnun og aðstoðar þau sem telja sig ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög og reglur.

Þegar á þarf að halda veitir umboðsmaður ráðgjöf varðandi endurupptöku og kæruleiðir.

Í erindi til umboðsmanns þarf að koma fram:

lýsing á málavöxtum

hvaða úrbóta eða breytinga er óskað varðandi meðferð eða úrlausn málsins

Erindi þarf að senda skriflega á umbodsmadur@tr.is

Hægt er að bóka viðtal hjá umboðsmanni hér.

Vert er að taka fram að umboðsmaður tekur mál almennt ekki fyrir ef:

það er í vinnslu innan Tryggingastofnunar

það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, Umboðsmanni Alþingis eða dómstólum og niðurstaða liggur ekki fyrir

það eru meira en 2 ár liðin frá stjórnvaldsákvörðun“

Mikilvægt er að muna að til kasta umboðsmanns viðskiptavina kemur því aðeins að mál hafi þegar fengið meðferð innan Tryggingastofnunar. En embætti umboðsmanna eru mjög mikilvæg og áhrif af störfum þeirra verið mjög jákvæð eins og best sést á umboðsmanni Alþingis, umboðsmanni barna og umboðsmanni fatlaðra. Nokkrir stjórnmálamenn hafa oft vakið máls á því á þingi hvort ekki sé nauðsynlegt að koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra og lagt var fram frumvarp til laga þess efnis árið 1998. Það hlaut ekki afgreiðslu en af og til hafa tillögur þess efnis verið lagðar fram á þingi síðan.

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.

Ritstjórn júlí 18, 2024 07:00