Svefninn er sætur og með aldrinum læra allir að meta hann betur. Við lærum einnig að meta þægindi og þegar hægt er að sameina mýkt og fegurð verður úr eitthvað einstakt. Fyrirtækið Lín Design var stofnað einmitt í þeim tilgangi en þar er hægt að fá falleg rúmföt skreytt íslenskum jurtum, mjúkan og þægilegan heimafatnað, viskustykki, handklæði og dúka, allt sem minnir sterklega á íslenska náttúru og menningu. Að baki Lín Design stendur Ágústa Gísladóttir. Hún þekkir flestum betur þær vörur sem þar er boðið upp á.
Hvenær og hvers vegna varð Lín Design til?
„Lín Design var stofnað 2005 með það að markmiði að hanna og framleiða vörulínu sem er einstök með þægindi og vellíðan að leiðarljósi, umhverfisvænar og eiturefnalausar svefnvörur sem bæta svefngæði,“ segir hún.
Núorðið þekkja allir rúmfötin og handklæðin frá ykkur þar sem íslenskar jurtir eru í aðalhlutverki og minna á sumarið. Íslenskir fuglar gleðja einnig augað og þið hafið verið dugleg að vinna með íslenska menningu, jólasveinana, Grýlu, íslenska þjóðbúninginn og gömul útsaumsmynstur. Hvers vegna er náttúran og menningin ykkur svo hugleikin?
„Íslensk náttúra er einstök og það eitt að sofa undir rúmfötum með íslensku mynstri er dásamlegt, einnig þykir okkur mikilvægt að halda í menningararfinn okkar og nýta hann í fallegum vörum sem gleðja og veita vellíðan.“
Vilja að vörurnar endist vel
Á heimasíðu ykkar kemur fram að þið starfið eftir skýrri umhverfisstefnu og bjóðið þess vegna eingöngu upp á vörur unnar á umhverfsvænan hátt og úr vönduðum efnum. Vitað er að það er yfirleitt dýrara framleiðsluferli en hitt. Hvers vegna kusuð þið að fara þá leið?
„Við viljum að vörurnar okkar endist vel og séu endurnýtanlegur þess vegna var Pima-bómull valin í rúmfötin okkar, hún er talin fremri gæðum en önnur bómull, er langþráða og einstaklega mjúk og endingargóð, einnig leggjum við mikla áherslu á umhverfi og starfshætti í framleiðslu. Framleiðendur okkar eru lítil framleiðslufyritæki með góða starfshætti og vottanir. Við notum ekki plast við pökkun á vörunum okkar, umbúðir eru endurnýtanlegar, til dæmis má nefna að barnarúmfötunum er pakkað í dúkkurúmföt og fullorðinsrúmfötum pökkum við í púðaver. Við hvetjum viðstkipavini okkar til að nota fjölnota gjafapoka og erum með jólagjafapoka úr íslensku jólalínunni sem nýtast áfram milli ættingja og vini þannig byggjum við upp endurnýtanlega hringrás sem fer áfram á milli vina og ættingja,“ segir Ágústa hreykin.
Nú nálgast jólin og Ísland er óvenjulega ríkt af jólahefðum, jólavættum og jólasögum. Þess sér stað í þeim vörum sem þið bjóðið. Eru einhverjar nýungar væntanlegar í ár?
„Já við stækkum, Gleðileg jól-línuna, bættum við tveimur nýjum litum í Gleðileg jól servíetturnar okkar og einnig er væntanleg ný jólasvunta í sömu línu.“
Vekur það forvitni viðskiptavina ykkar hversu mikla rækt þið leggið við allt sem íslenskt er?
„Já algjörlega bæði íslenska hönnunin og íslenska framleiðslan. Lín Design er eitt af fáum fyrirtækjum sem framleiðir ullarteppinn sín á Íslandi, einnig framleiðum við servíetturnar okkar hér heima auk þess að framleiða Lavender-ilmina hér á Íslandi, ilmkertin okkar eru framleidd fyrir okkur á vernduðum vinnustað á landsbyggðinni. Íslenska framleiðslu kunna viðskiptavinir okkar að meta.“
Náttföt jólagjöfin í ár
Það gera reyndar ferðamenn líka því margir þeirra kjósa að kaupa vörur þeirra sem minjagripi um ferð sína hingað og það færist í vöxt að fólk bæði sendi vinum erlendis gjafir frá Lín Design. Hvað er að, þínu mati, er gildi þess að eiga falleg rúmföt, viskastykki, handklæði, náttföt og fleira úr góðri bómull?
„Allt sem kemur næst líkamanum þarf að vera úr náttúrulegum eiturefnalausum efnum sem anda vel og eru hitatemprandi, einnig skiptir miklu máli að allt sem kemur næst húðinni sé vottað hvort sem er fyrir börn eða fullorðna, við hjá Lín Design trúum því að fallegir hlutir gleðji og veiti vellíðan.“
Hvað er að þínu mati jólagjöfin í ár? „Náttföt og heimafatnaður hvort sem er á börn eða fullorðna , það nýtist vel og allir vilja góða mýkt og notaleg heit svo eru rúmföt alltaf vinsæl jólagjöf fátt er betra en að leggjast upp í um jólin í ný rúmföt,“ segir Ágústa að lokum og víst er að enginn fer í jólaköttinn með gjöf í gjafapoka frá Lín Design.
Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna.