Hjá Líkamsrækt JSB hófst svokallað TT námskeið eftir áramótin og stendur það í níu vikur. Þar er konum veitt aðstoð við að losa sig við aukakílóin og hafa margar þeirra náð góðum árangri á námskeiðunum. Eitt af því sem er brýnt fyrir þáttakendum, er að kynna sér hversu margar hitaeiningar eru í ýmsum mat sem við borðum dags daglega. Hér fyrir neðan hafa verið dregnar saman upplýsingar um það, til að einfalda konum að kynna sér þetta og muna. Listinn er að sjálfsögðu alls ekki tæmandi. Ef fólk vill grennast þarf það að borða mat sem samsvarar innan við 2000 kalóríum á dag.
Allt brauð ca 75-110 he. sneiðin með smjöri ca. 30 he. og osti, tvær sneiðar ca. 60 he =165-200 he.
Allir ávextir ca 50 -190 he. (stór banani) eða 100 gr. vínber – bláber – jarðaber.
Allt grænmeti 100 gr. ca. 4-30 he.
Allt Kjöt 150 gr. ca. 350 he. nema nautalund og kalkúnabringa 150 gr. ca. 150 he.
Allur Fiskur 150 gr. ca. 150 he. steiktur í raspi ca. 230 he.
Ein pylsa ca. 160 he. með öllu ca. 350 he.
Einn hamborgari með brauði og grænmeti ca. 500 he.
Franskar 100 gr. ca. 300 he.
Snickers eða Mars 1 stk. ca. 240-280 he.
Ein samloka með majonesi ca. 300 he.
Allt snakk ca. 400-600 he.í 100 gr. (ath. sumir pokar eru stærri)
Allar ídýfur og kaldar sósur með majonesi (kokteilsósa, bernes og fl.) ca. 100 he. í matsk.
Allar ídýfur og kaldar sósur með léttsýrðum rjóma ca. 30 he. í matsk.
Bjór og gos ½ l. ca. 215-225 he.
Eitt glas rauðvín eða hvítvín ca. 100 he.
Eitt glas nýmjólk (2 ½ dl.) ca. 170 he.
Eitt glas súrmjólk ca. 180 he.
Eitt glas undanrenna ca. 90 he.
Venjuleg yogurt (1 dós) með ávöxtum ca. 160 he.
Létt yogurt með vanillu eða jarðaberjum ca. 77 he.
Skyr 1 dós (200gr) hreint eða með ávöstum 220-300 he.
Hnetur og möndlur 100 gr. ca. 600 he.
Rúsínur 100 gr. ca. 300 he.
Heil gúrka 100 gr. ca. 50-60 he.