Ef þú vilt komast á fullkomið stefnumót, farðu út með jafnöldru þinni, segir stefnumótasérfræðingur á vefsíðu bandarískra eftirlaunamanna AARP. Hann er kominn vel yfir miðjan aldur og hefur lagt sig sérstaklega eftir því að fara út með konum á svipuðum aldri. „Ég trúi því að það sé best að fara á stefnumót við konur sem eru af eftirstríðsárakynslóðinni eins og ég“, segir hann „og að þær séu fullkomnir makar fyrir karla af sömu kynslóð. Hér eru 6 ástæður fyrir þessari skoðun“.
-
Konur af eftirstríðsárakynslóðinni eru skemmtilegar
Ég var minntur á þetta á stefnumóti um daginn þegar konan sýndi mér gamla mynd af sjálfri sér, í lituðum stuttermabol og með brúnt hárið í allar áttir. Við flissuðum endalaust yfir sjálfum okkur og hippafortíð okkar. Þetta var skemmtilegasta stefnumót sem ég hef farið á í langan tíma. Og það minnti mig á þá staðreynd að þegar maður fer á stefnumót á efri árum, er skemmtunin aðalatriðið.
-
Þroskaðar konur eru sterkar
Konur af eftirstríðsárakynslóðinni hafa gengið í gegnum margt. Margar hafa tekið afstöðu í málum, farið í kröfugöngur, skrifað bréf til ritstjóra eða skrifað greinar og birt á internetinu, krafist jafnréttis, bæði í svefnherberginu og á vinnumarkaðinum. Að geta dregið fram þennan innri styrk í samböndum gerir þær að grjóthörðum félögum á alla kanta.
-
Eldri konur vita hvernig á að lifa af
Margar þeirra hafa alið upp börn, verið á vinnumarkaðnum til að ná endum saman, verið í sjálfboðaliðastarfi, farið aftur í skóla og haldið vinskap við vinkonur sínar árum saman. Það er því engin furða að þær hlaupi ekki burt úr samböndum um leið og eitthvað kemur upp á. Hugrekki, karakter – kallaðu það það sem þú vilt. Með þessa reynslu á bakinu er ólíklegt að hún stingi af frá líflegum sögum í framtíðinni.
-
Þú getur treyst eldri konu fyrir lífi þínu
Allar eldri konur sem ég hef farið út með hafa viðurkennt fyrir mér að þær fari yfir stefnumótin með vinkonum sínum – þessum fasta kjarna af vinkonum. Traustið og tilfinninganándin sem konur þróa í vinkonusamböndum er eitthvað sem þær nýta sér í sambandinu við karlmann. Ég vildi óska þess að allir karlar sem eru komnir yfir miðjan aldur gætu fundið hversu gott það er að vera í sambandi við konu sem er ekki einungis elskhugi hans heldur líka besti vinur.
-
Eldri kona hefur efni á að velja
Kostir þess að vinna sér inn frelsi og völd gerir það að verkum að hún þarf ekki að hafa áhyggjur af hversu mikila peninga þú átt. Flestir karlmenn sjá þetta sem stökk fram á við. Við þurfum ekki að ”bjarga” konunni til að vinna hjarta hennar. Og hún getur valið sér mann út frá ást en ekki fjárhag.
-
Tíminn vinnur með þeim
Báðir aðilar þurfa tíma til að fjárfesta í samböndum ef þau eiga að virka. Tími er eitthvað sem kona á barneignaraldri hefur lítið af en hann virðist koma aftur þegar hún er búin að koma börnunum á legg. Sem þýðir á hún hefur loksins þann tíma sem þarf til að sinna sambandinu – og þér.