Mismunað á vinnumarkaði á grundvelli aldurs

þorsteinn Sæmundsson

Þorsteinn Sæmundsson

„Því miður höfum við séð vísbendingar um að fólki hér á landi sé mismunað á vinnumarkaði á grundvelli aldurs, þrátt fyrir þá ómetanlegu reynslu sem þessi hópur hefur öðlast á sínum starfsferli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks í grein í Fréttablaðinu í dag.  Hann segir mikilvægt að auka möguleika þeirra sem eldri eru til að viðahalda og efla vinnufærni sína svo vinnumarkaðurinn geti notið þekkingar og færni sem þessi aldurshópur býr yfir.

„Þar má meðal annars nefna möguleika einstaklinga á nýjum starfsvettvangi á miðri starfsævinnar eða seinni stigum hennar. Einnig er mikilvægt að sveigjanleg starfslok séu raunverulegur valkostur þegar líður að lokum starfsævinnar,“ segir Þorsteinn.  Hann segir jafnframt að til standi að félagsmálaráðherra leggi fram frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði í vor.

„Í frumvarpinu felst að fyrirtæki og stofnanir megi ekki mismuna fólki, meðal annars á grundvelli aldurs. Samþykkt slíks frumvarps er mikilvægt skref í að styðja enn betur við eldra fólk á vinnumarkaði og mun ég glaður greiða atkvæði mitt með því,“ segir Þorsteinn ennfremur.  Grein Þorsteins er hægt að lesa í heild hér.

Ritstjórn mars 8, 2016 10:07