„Við ætlum að segja fólki frá því hvernig við förum að því að umfaðma miðaldurinn.Hvernig við tökum þessu aldursskeiði fagnandi,“ segir Bjarni Karlsson prestur en hann og eiginkona hans til 27 ára, Jóna Hrönn Bolladóttir verða með námskeið í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands á miðvikudagskvöldið.
Þar ætla þau að greina frá viðhorfum sínum til þess að eldast en þau standa bæði á fimmtugu.
„Lykillinn að því að eldast vel er tilfinninningalegt sjálfstæði. Það að skilgreina sjálfan sig sem geranda í eign lífin en ekki sem þolanda,“ segir Bjarni og bætir við að hækkandi aldri fylgi óumflýjanlega breytingar.
„Þá gildir að vera með virka breytingstjórnun, njóta breytinganna og nýta það besta sem við náum út úr þessu aldursskeiði. Við eigum að nýta breytingarnar til að verða fullþroska. Fólk á ekki að flýja aldurinn, heldur vera á sínum aldri og gera það með myndugleika og þokka,“ segir Bjarni.
„Þegar öldrun hefst eigum við ekki að horfa fram hjá þeim áskorunum sem felast í öldruninni. Þetta getur verið erfitt verkefni. Það vilja allir eldast en á sama tíma fagnar fólk ekki öldruninni,“ segir Bjarni.