Röng lýsing getur valdið vanlíðan

 

Lýsing er mikilvæg segja þær Dóra Hansen og Þóra Birna Björnsdóttir sem eru hluti af Innanhússarkitektar eitt A.  Þær svöruðu spurningum Lifðu núna  um ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar fólk flytur búferlum á efri árum. Hér fyrir neðan eru ráðleggingar þeirra um lýsingu í íbúðinni.

Dóra Hansen

Dóra Hansen

 

Þóra Birna Björnsdóttir

Þóra Birna Björnsdóttir

Öll lýsing skiptir miklu máli og getur haft mikil áhrif á andlega sem líkamlega líðan. Mikilvægt er að hafa fjölbreytta lýsingu í hýbílum fólks. Í fyrsta lagi þurfum við góða almenna lýsingu við leik og störf. Henni má gjarnan stjórna með dimmer, lækka og hækka ljósmagn eftir þörfum. Hver vill ekki hafa lampa sem gott er að lesa við og/eða gera handavinnu? Lampa til að gera kósý stemningu. Eldra fólk þarf meiri lýsingu en þeir sem yngri eru. Í dag er mikið lagt uppúr lýsingu og tengslum lýsingar og annarrar hönnunar en áður.

Ef við þurfum að sinna verkum við ranga lýsingu getur það valdið vanlíðan.

Ritstjórn nóvember 12, 2014 12:39