Þarf ekki að hafa öll listaverkin uppá vegg

Þær Dóra Hansen og Þóra Birna Björnsdóttir sem eru hluti af Innanhússarkitektar eitt A svöruðu spurningum um ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar fólk flytur búferlum á efri árum.

Dóra Hansen

Dóra Hansen

Þóra Birna Björnsdóttir

Þóra Birna Björnsdóttir

Eitt af því sem oft veldur höfuðverk þegar fólk minnkar við sig húsnæði, er hvernig á að koma fyrir öllum bókunum og myndunum úr gamla húsnæðinu. Íslendingar setja frekar peninga í listaverk en klassísk vönduð húsgögn segja þær stöllur.

Að hengja upp verkin á nýjum stað

„Við fáum oft spurningar um hvernig koma eigi listaverk fyrir á nýjum stað. Minna veggja pláss og breytt rými kallar á nýja uppröðun. Margar minni myndir er oft gott að setja í grúppur. Það getur verið gott að fá vini eða fagaðila til að aðstoða sig við að koma myndum fyrir á nýjum stað“, segja þær.

Þarf ekki að hafa allt uppi við

Þær kváðu ágætt ráð þegar fara þarf í grisjun á listaverkum, að fá þriðja aðila til að gera það. Þær benda einnig á að það sé hreinn óþarfi að hafa alla hluti uppi við í einu.  Það sé hægt að geyma hluta listaverkanna í geymslu og skipta, það sé einnig hægt að lána börnunum eða vinum listaverk.

 

Ritstjórn nóvember 19, 2014 12:06