Ljóð eftir Matthías Johannessen

_______________________________________

Draumur

að baki

jólum

 

Ég sá hana í draumi,samt var það veruleiki,

ég svaf þá að vísu,en allt var af jarðneskum toga,

 

aldrei jafnfagra og aldrei jafn lifandi og þá,

 

eins og ég væri þar sjálfur og atvik að endingu kveiki

þann áþreifanlega og tindrandi himneska loga,

 

og eins og hún bíði mín úti við eyjar blár.

 

                                                                Nóttina 27-28.des. 2013

 

 

Ritstjórn janúar 1, 2015 14:00