Bakaður hvítmygluostur

Stundum langar mann í eitthvað gott. Við fundum þessa uppskrift af bökuðum hvítmygluosti á vef Kjarnafæðis. Hvað er huggulegra á síðkvöldi en að slá í þennan rétt og fá sér kannski svo sem eitt glas af víni með. Hér er það sem tilþarf.

  • 1stk Auður eða annar hvítmygluostur
  • nokkrar sneiðar hvítlaukur
  • 50 ml góð ólívuolía
  • 1 msk hindberjasulta
  • 1 askja fersk hindber
  • stökkt kex eða brauð

Aðferð:

Opnið ostpakka en hafið samt ostinn enn í pakkningunni, stingið nokkur göt á toppinn á ostinum, hellið nokkrum dropum af ólívuolíu yfir ostinn. Stingið svo garðablóðberginu og fínt saxaða hvítlauknum rétt inní götin, nýmuldnum pipar stráð yfir og þá er ostinum pakkað aftur saman einsog í upprunanlegu pakkningunni. Bakið við 170 gráður í 30 mín, þá er osturinn settur á disk og opnaður. Skreytið með berjunum og berið fram með sultunni, góðu brauði  eða kexi.

Ritstjórn nóvember 16, 2018 11:46