Sveppa risotto.

Risotto er upprunnið á Norður-Ítalíu þar sem er töluverð hrísgrjónarækt. Þar eru ræktuð sérstök afbrigði hrísgrjóna sem varla njóta sín á annan hátt en í risotto. Algengustu risotto hrísgrjónin eru kölluð Arborio grjón. Þetta eru stutt, þykk hrísgrjón og er helsta ræktunarsvæði þeirra í Po dalnum.

3 msk. olía

1 laukur, fínt saxaður

2 hvítlauksgeirar, pressaðir

200 g sveppir, sneiddir

300 g rosotto hrísgrjón

dl púrtvín

dl brandí

l vatn og kjúklingakraftur eða kjúklingasoð

50 g parmesanostur

50 g smjör

2 msk. steinselja, smátt söxuð

salt og pipar

Hitið olíu í potti og léttsteikið laukinn, hvítlaukinn og sveppina í 1-2 mín. Bætið hrísgrjónunum út í og látið krauma í 1-2 mín. í viðbót. Bætið þá prúrtvíni og brandíi í pottinn og látið sjóða áfram þar til vökvinn verður sírópskenndur. Hrærið reglulega í risottóinu á meðan. Bætið soðinu síðan í pottinn og þá á að vera helmingi meira af vökva en hrísgrjónum. Sjóðið við meðalhita í 18 – 20 mínútur. Hrærið reglulega á meðan. Takið pottinn þá af hellunni og bætið parmesanostinum, smjörinu og steinseljunni saman við og hrærið vel í. Saltið og piprið eftir smekk. Mörgum þykir gott að nota mikið af svörtum pipar út í þennan rétt.

Ritstjórn febrúar 5, 2021 20:01