Þau okkar sem höfum náð miðjum aldri vitum af ískaldri reynslu að þeir tímar geta komið að veröldin hrynur tímabundið. Enginn virðist sleppa alveg enda er hluti af lífinu að takast á við erfiðleika. Annars myndum við ekki kunna að meta góðu tímana sem eru yfirleitt fleiri þegar upp er staðið.
Viðfangsefni daglegs lífs eiga lítið sameiginlegt með djúpstæðum sorgarviðburðum eins og ástvinamissi, alvarlegum meiðslum eða veikindum. Daglegar áskoranir hafa samt oft áhrif á nætursvefn okkar og fólk bregst á afar ólíkan hátt við áföllum. Sumir þurfa sífellt að vera á iði, geta ekki alls ekki sest niður á sjúkrahúsinu ef ættingjar eru veikir heldur verða að finna verkefni sem nauðsynlegt er að sinna, allt frá því að taka bensín á bílinn eða laga ískur í hurð.
Ólíkir einstaklingar, ólíkar tilfinningar, ólík huggun
Forest Gump tók til við að hlaupa og Dorothy í Galdrakarlinum í Oz bjó sér til ímyndaðan heim til að kljást við mótstreymi svo nokkrar frægar persónur úr kvikmyndasögunni séu nefndar. Aðrir hreiðra um sig í örmum vina á meðan sá næsti gengur einn út í eyðimörkina til að finna einveruna og bruna sólarinnar. Enn aðrir fara í kirkju og dvelja þar.
Eftir að hafa mætt ólýsanlegum harmleik verða sumir óþreytandi málsvarar annarra sem hugsanlega hafa mætt sömu örlögum og þeim sem mölbrutu þeirra eigin tilveru.
Hvaða svar er til þegar hvert einasta augnablik er uppfullt af eftirsjá og áhyggjum. En á meðan harmleikur getur hent okkur hvenær sem er mun ljóst vera að undirstaða lífs okkar verður brothættari eftir því sem við eldumst. Og því fyrr sem við bregðumst við þeirri staðreynd því betra því hún á við alla.
Ljóðalestur eða garðvinna
Hvort sem við trúum á guð eða annars konar eru öfl eru viðbrögð allra að teygja sig eftir hjálp í erfiðleikum, hvar sem hana er að finna. Sumir finna fróun í ljóðalestri á meðan aðrir leita hennar í garðvinnu. Hvort tveggja hjálpar sannarlega og græðir svo um munar. Þeir sem hafa stundað garðrækt vita að bara það að tala við plönturnar, horfa upp í himininn, hlusta á fuglana, finna ilminn af jörðunni framkallar unað. Engu er líkara en að náttúran hugleiði í gegnum okkur og krefjist einskis annars en að við séum á staðnum og séum róleg um stund.
Bjargráð breytinganna
Kreppurnar í lífinu koma til okkar í mismunandi umbúðum en allar breyta þær okkur á einhvern hátt. Þegar heimurinn hrynur verðum við að finna leiðir til að lifa af og byggja okkur upp að nýju.
Að lifa af þýðir ekki að gleyma. En það þýðir samt ekki að lífið verði aftur eins.Með því að deila því sem hefur gagnast okkur í gegnum erfiðleika getum við hjálpað hvert öðru.
Umræðuefni:
- Hvað orsakaði harmleik í lífi þínu?
- Hvernig fórstu að því að ná jafnvægi?
- Hvað hjálpaði þér að sættast við nýjan veruleika?
- Áttu uppáhaldsljóðskáld sem þú sækir huggun í?
Þýðing af vef “sixtyandme.com”
Óhætt er að mæla með þessum vef sem haldið er úti af bandarísku tímariti um líf miðaldra fólks. Umræðuefnin eru allt frá fatatísku og notkun snyrtivara til stefnumóta eða ferðalaga.