Tengdar greinar

Að gera varanlegar heilsufarsbreytingar árið 2023

Á hverju ári strengja milljónir manna um allan heim áramótaheit með það að markmiði að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu. En án skýrrar áætlunar eða skipulags um framkvæmd þessara breytinga getur verið erfitt að ná árangri og halda sig við þær.

Í þessum pistil er gagneyndri aðferð lýst við að innleiða breytingar og halda sig við þær svo raunverulegar framfarir náist árið 2023.

  1. Settu þér raunhæf og ,,smart” markmið

Nauðsynlegt er að setja sér markmið sem eru mælanleg, framkvæmanleg, sértæk, viðeigandi og innan sérstaks ramma. Það eykur líkurnar á árangri því þannig verða áherslur okkar markvissari. Sem dæmi má nefna að frekar en að segja: ,,Ég vil vera heilbrigðari í ár en í fyrra” gætirðu byrjað á að segja: ,,Ég ætla að ganga vissa vegalengd á mánudegi, miðvikudegi og föstudegi og halda þig við það markmið til að byrja með. Þetta eykur líkurnar á árangri.

Heilsusamlegri næring: Ég ætla að bæta 1 bolla af spínati við hádegismatinn þrisvar í viku.

Hreyfing: Ég ætla að ganga í 30 mínútur í hádegishléinu.

Streita: Ég ætla að stunda hugleiðslu á hverju kvöldi með því að nota “Three Minutes to Calm” fyrir svefn næstu fjórar vikur.

Svefn: Ég ætla að slökkva á tölvunni minni 1 klukkustund fyrir svefn á hverju kvöldi og leyfa huganum að róast fyrir svefninn næstu fjórar vikurnar.  

Áfengi: Ég ætla að takmarka áfengisneyslu næstu sex vikurnar.

  1. Skiptu markmiðum þínum niður í viðráðanlega hluta

Þegar þú hefur sett þér markmið fyrir árið skaltu skipta þeim niður í smærri hluta sem auðveldara er að stjórna því þannig virðast þau viðráðanlegri.

  1. Fylgstu með framförum þínum og fagnaðu árangri

Til að viðhalda áhuga er nauðsynlegt að fylgjast með framförum þínum. Rannsóknir sýna að mælingar á framförum hjálpa til við að viðhalda áhuga, sérstaklega þegar markmið verða krefjandi eða leiðinleg. Til að ná langtímamarkmiðum er nauðsynlegt að fagna þegar árangri er náð eða verkefni klárast – sama hversu lítið það er.

  1. Finndu félaga

Ef maður hefur einhvern með svipaðan tilgang, sem hægt er að deila ferðinni með, getur það veitt auka hvatningu og opnað ný tækifæri. Að fá hjálp frá öðrum varðandi markmið sín eykur líkurnar á að árangur náist.

Samantekt:

Að strengja áramótaheit er ekkert gamanmál. En að halda áhuganum lifandi getur verið eins og að klífa bratta brekku en umbunin er mikil þegar upp er komið. Að fylgja sannreyndum aðferðum við að halda þessi heit geturhjálpað við að gera okkur þessa vinnu auðveldari.

Með því að setja SMART markmið, brjóta þau niður í viðráðanlega hluta og fylgjast reglulega með framförum erum við tilbúin í árið 2023!

(þýðing af vef sixtyandme)

Ritstjórn janúar 4, 2023 08:11