Nokkur atriði sem andlega sterkt fólk gerir sig EKKI sekt um að gera:

The Independent birti nýverið grein eftir Amy Morin þar sem hún telur upp þau atriði sem einkenna andlega sterkt fólk. Hún segir að styrkurinn snúist fyrst og fremst um hugsanir, hegðun og tilfinningar og hann sjáist best í því sem þeir sterku geri EKKI. Amy Morin segir að Bill Gates sé sennilega dæmigerð manngerð fyrir andlega sterka manneskju enda farsæll maður. Hún nefnir líka Ophru Whinfrey í þessu samhengi. Og hér eru þessi atriði sem gaman er að hafa í huga:

1.   Eyðir ekki tíma í að vor­kenna sjálfu sér

2.   Læt­ur ekki annað fólk draga úr sér kjark

3.   Hræðist ekki breyt­ing­ar

4.    Reyn­ir ekki að stjórna því sem ekki er hægt að stjórna

5.    Hef­ur ekki áhyggj­ur af því að geðjast öll­um

6.    Er ekki hrætt við að taka meðvitaða áhættu

7.    Dvel­ur ekki í fortíðinni

8.    Gerir ekki sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur

9.    Tek­ur vel­gengni annarra ekki illa

10.  Gefst ekki upp eft­ir fyrstu mis­tök­in

11.  Hræðist ekki að vera eitt með sjálfu sér

12.   Finnst ekki eins og heim­ur­inn skuldi þeim eitt­hvað

13.    Býst ekki við ár­angri strax

Bill Gates er talinn dæmigerð manngerð fyrir andlega sterka manneskju.

 

Ritstjórn nóvember 30, 2017 11:24