Leikkonan Isabella Rosselini sagði sögu af því fyrir nokkru þegar hún var að skoða vörur í forngripaverslun. Hún kom fyrir horn og sá þá manneskju sem hún myndi lýsa sem gamalli konu. Hún áttaði sig þá á því að hún var að horfa í spegil og gamla konan var hún sjálf.
Mörg okkar hafa lent í þessu og stara vantrúuð á myndina í speglinum en það sem er enn skrýtnara er að þetta kemur jafnvel fyrir á degi þegar við erum bara nokkuð ánægð með okkur. Þetta sambandsleysi á milli þess hvernig okkur líður hið innra og útlitsins getur verið hið undarlegasta mál.
Við getum haft áhrif á hvernig aðrir nema manneskjuna í speglinum
Einföld en áhrifarík leið til að forðast að myndin í speglinum stökkvi fram er að breyta um fatastíl. Það þurfa ekki að vera miklar breytingar en litir geta gert kraftaverk. Sér í lagi núna þegar sumarið er farið að minna á sig. Ef við erum föst í viðjum vanans varðandi fataval er núna tíminn til að skora á sjálf okkur og lífga upp á fataskápinn með litum.