Ferskjur með rósmaríni:
1 dós niðursoðnar ferskjur
3 lárviðarlauf
1 tsk. rósmarínduft
1 kvistur ferskt rósmarín
1/2 tsk. svört piparkorn
1 tsk. negulnaglar
1/2 dl balsamic edik
1/2 dl edik
2 -3 msk. hunang
safinn af ferskjunum
Látið safann af ferskjunum í pott en leggið ferskurnar til hliðar. Látið allt annað hráefni í pottinn og látið sjóða saman við vægan hita í 15 mínútur. Skerið ferskjuhelmingana í sneiðar og látið þá út í kryddlöginn. Látið suðuna koma upp og látið kólna. Þetta meðlæti er frábært með villibráð en líka með kalkúni.
Berjasulta með jólamatnum:
3 dl eplasafi
200 g rúsínur
1 msk. rifinn appelsínubörkur af lífrænni appelsínu
200 g trönuber
15 einiber, mulin
1 pakki blönduð skógarber, frosin
1 dl sykur
Leggið rúsínurnar í bleyti í eplasafanum yfir nótt. Hellið þeim og safanum í matvinnsluvél og maukið. Látið maukið siðan í pott og blandið muldum einiberjunum saman við ásamt appelsínuberkinum. Sjóðið í smástund og bætið sykri, trönuberjum og skógarberjum út í og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur.