Hreindýrabollur um áramótin!

Hátíðamaturinn er víðast í nokkuð föstum skorðum en á þessum tíma eru tveir málsverðir stærstir. Það er aðfangadagur og svo gamlárskvöldið. Þeir, sem erum með hamborgarhrygg eða kalkún á aðfangadag, gætu viljað villibráð um áramót og hér er uppskrift að hreindýrabollum sem eru bestu bollur í heimi að sumra mati.

kg hreindýrahakk

6 skalotlaukar, fínt skornir

4 egg

2 tímíangeinar, saxaðar

dl rasp

dl hveiti

salt og pipar

Blandið öllu saman í skál og mótið litlar bollur. Steikið þær í olíu á pönnu þannig að þær ,,lokist“ og látið í eldfast fat. Ofnsteikið þær síðan við 180°C í 5-10 mín. Gott er að ,,loka“ bollunum á pönnu daginn áður og ofnsteikja síðan rétt áður en þær eru bornar fram með sultuðum eplum og trönuberjasósunni og margir vilja hefðbundið waldorfsalat með. Með bollunum er líka gott að bera kartöflumús sem marðar eru úr soðnu kartöflusmælki með hýðinu á og út í þær sett íslenskt smjör og salt og svartur, nýmalaður pipar.

Trönuberjasósa:

100g trönuber

dl rauðvín

1/2 dl sykur

safi úr einni sítrónu

sjóði saman rauðvín, sykur og sítrónusafa þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið leginum yfir berin og kælið áður en sósan er borin fram.

 

Sultuð epli:

6 lítil epli, skorin í bára

2 kanilstangir

1 vanillustöng

dl eplaþykkni

dl Calvados

1 flaska hvítvín

2-3 msk. hlynsíróp ef vill

Brúnið eplin í olíu í potti, Kljúfið vanillustöngina og skafið innan úr henni í pottinn og bætið kanilstöngunum í pottinn líka. Hellið eplaþykkni og calvados yfir, sjóðið í 5 mínútur og hellið þá hvítvíninu yfir. Sjóðið saman í 10 mín. Bætið þá sírópinu út í ef þið notið það.

Ritstjórn desember 3, 2021 08:20