Æsispennandi jólalagakeppni

Lumar þú á góðu lagi? Ef þú hefur hingað til samið lögin þín í hljóði og fyrir skúffuna getur nú verið tækifæri til að koma þeim á framfæri. Jólalagakeppni Borgarbókasafnsins verður nú haldin fjórða árið í röð. Keppnin er öllum opin og lokafrestur til að senda inn lag er 7. desember.

Borgarbókasafnið efndi í fyrsta sinn til jólalagakeppni árið 2022. Vegna þess hversu vel sú keppni heppnaðist hefur hún síðan verið árlegur viðburður þar sem öll geta tekið þátt.

Í ár líkt og fyrri ár er óskað eftir frumsömdum, áður óútgefnum lögum á stafrænu formi. Lögin þurfa að vera á íslensku og geta verið með eða án texta. Æskileg lagalengd er um þrjár mínútur.

Lokafrestur til innsendinga er sunnudagurinn 7. desember kl. 23:59.

Þátttakendur eru beðnir um að senda lögin í keppnina á netfangið: jolalag@borgarbokasafn.is

Úrslit verða kynnt 15. desember.

Dómnefndina í ár skipa: Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir og Agnes Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Borgarbókasafninu og sigurvegari keppninnar 2024, Ingi Hrafn Hilmarsson, leikari og leikstjóri, sem jafnframt er formaður dómnefndar.

Nánar um keppnina á heimasíðu Borgarbókasafnsins:

www.borgarbokasafn.is