Tískurisi kveður

Giorgio Armani þótti alltaf smart, jafnfvel þótt klæðnaðurinn væri aðeins gallabuxur og bolur.

Giorgio Armani var fæddur 1934 og lést í september síðastliðnum 91 árs að aldri. Hann var einn áhrifamesti tískuhönnuður í heimi allt frá því hann stofnaði sitt eigið tískuhús 1975. Armani endurskilgreindi

hugtökin sem viðtekið var sem karlmannlegt eða kvenlegt. Í hönnun hans sjást iðulega snið sem áður voru eingöngu fyrir annað kynið en hann sýndi fram á að gætu sannarlega verið fyrir bæði kynin. Giorgio Armani giftist aldrei og eignaðist ekki afkomendur en hann hélt persónulegu lífi sínu út af fyrir sig þótt alvitað væri að hann átti vin, Leo Dell’Orco sem lifir hann nú. Leo var yfirmaður karlmannadeildar

fyrirtækisins en þeir unnu náið saman í langan tíma.

Ólst upp í skugga síðari heimsstyrjaldarinnar

Giorgio Armani var fæddur í Piacenza á Ítalíu í júlí 1934. Foreldrar hans voru ekki efnum búin og hann ólst upp í skugga seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann var að leik eitt sinn með ósprungið

Giorgio Armonium í seinni heimsstyrjöldinni um það leyti sem sperngjan sprakk í höndum hans og félagi hans lést.

fallbyssuskotfæri með nánum vini sínum en þá vildi svo illa til að það sprakk og vinur hans lést en Armani brenndist illa. Þegar hann eltist ákvað hann að reyna fyrir sér í læknisfræði í háskóla í Mílanó. Eftir þriggja ára nám í því fagi gekk hann í herinn og vegna þekkingar sinnar í læknisfræði var hann strax settur til starfa á hersjúkrahúsinu í Verona. Þar fór hann fljótlega að sækja þær listsýningar sem voru í boði og ákvað að lokum að beina starfsferli sínum annað og hætti í læknisfræði og tískuheimurinn varð ekki samur eftir það.

Sýndi strax næmni fyrir tískustraumum

Armani jakkaföt á konur sem þótti óhugsandi að konur klæddust þegar Georgio Armani kynnti hugmyndina.

Eftir að Armani hafði þjónað í hernum í tvö ár hóf hann störf hjá La Rinascente stórversluninni sem var framarlega á sínu sviði og 1957 var Armani ábyrgur fyrir því að fyrirtækið tók í sölu vörur frá nýstárlegu finnsku textíl-, fatnaðar- og heimilisvörufyrirtæki sem nefndist Marimekko og átti eftir að verða risastórt. Á sjötta áratugnum flutti Armani sig yfir til Nino Cerruti og hannaði þar fatnað fyrir karlmenn. Á þessum tíma var Armani líka sjálfstætt starfandi og hannaði fyrir allt að tíu mismunandi tískuhús á sama tíma og varð sífellt eftirsóttari. Og þar kom að alþjóðlegir fjölmiðlar komu auga á mikilvægi Armani eftir tískusýningar í Flórens. Öll sú reynsla hjálpaði Armani að þróa sinn eiginn stíl sem gerði hann að lokum að einu stærsta nafni í tískuheiminum.

Vinsældir Armani jukust gríðarlega í Bandaríkjunum á níunda áratugnum þegar hönnun hans birtist oft í sjónvarpsþáttunum Miami Vice og í kvikmyndinni American Gigolo með Richard Gere í aðalhlutverki.

Hafnaði fyrirsætum með BMI stuðul undir 18

Giorgio Armani var fyrstur tískuhönnuða til að hafna fyrirsætum með BMI stuðul undir 18 og ruddi þar brautina fyrir aðra í tískuheiminum. Þetta gerði hann eftir að fyrirsætan ANA Carolina Restons svelti

sjálfa sig til dauða í baráttunni við anorexíu. Líklega hefur læknisfræðimenntun Armani komið að góðum notum fyrir tískuheiminn þegar tískurisarnir áttuðu sig á óheillavænlegri þróun. Þó þykir mörgum enn nóg um þegar fyrirmyndir ungs fólks er óheilbrigt í útliti.

Armani átti í löngu og farsælu sambandi við karlmann

Vitað er að eitt af mikilvægustu samböndum í lífi Giorgio Arman var við arkitektinn Sergio Galeotti. Hann hvatti Armani á fyrstu árum hans sem sjálfstætt starfandi

Dæmi um kvenlegan Armani jakka.

hönnuður en ástarsamband þeirra hófst samtímis uppgangi Armani tískuvörumerkisins. Sergio Galeotti lést á níunda áratugnum úr fylgikvillum tengdum alnæmi en Armani sagði þá: ,,Eitthvað í mér dó um leið og Sergio dó,“ en hann hafði dvalið í heilt ár við sjúkrabeð vinar síns. Skömmu eftir það tók vörumerki Armani að rísa fyrir alvöru og hann tók nærri sér að Sergio skyldi ekki lifa að sjá það ævintýri lifna við. Síðar tók Armani saman við Leo Dell’Orco sem lifir hann nú.

Veitti nýrri kynslóð hönnuða innblástur

Auk glæsileika tískupallanna, sérsniðnu jakkafatanna og Hollywood-kjólanna veitti Giorgio Armani nýrri kynslóð hönnuða innblástur og gerir enn. Dauði hans markar endalok tímabils í tískuheiminum. Hann var einn af síðustu, sjálfstæðu tískuhönnuðunum og var enn eini hluthafinn í Armani veldinu. Hann lætur eftir sig risavaxið veldi sem talið er vera 12. milljarða Bandaríkjadala virði. Ekki hefur verið gefið upp hvert sá auður rennur en nú er ein skærasta stjarna tískuheimsins genginn og með honum er stórt skarð hoggið sem erfitt verður að fylla.

Sólveig Baldursdóttir, blaðamaður Lifðu núna skrifar.