Ragnar Bjarnason hefur sungið fyrir Íslendinga rúm 60 ár. Hann er orðinn áttræður, en lætur það ekki aftra sér frá að halda afmælistónleika og gefa út nýja plötu.
Það er um hálf öld síðan bítlaæðið svokallaða greip um sig. Háværar hljómsveitir ærðu unga fólkið á tónleikum. Strákar söfnuðu hári og Óttar Hauksson sá kvikmyndina A Hard Days Night þrjátíu sinnum.