Hvor heldur sér betur Jimmy Page eða Robert Plant?

Rokkhljómsveitin Led Zeppelin hélt tónleika á Íslandi sumarið 1970 og fyllti Laugardalshöllina.  Hljómsveitin hafði notið gríðarlegra vinsælda meðal unglinga og ungs fólks um allan heim og tónleikarnir í Höllinni voru magnaðir.  Robert Plant söngvari Led Zeppelin hafði mjög líflega sviðsframkomu og þótti hrikalega „sexý“. Það var Jimmy Page sem stofnaði Led Zeppelin árið 1968.  Nú eru 44 ár liðin frá því sveitin spilaði í Laugardalshöllinni forðum og tónleikagestirnir sumir farnir að þykkna um mittið og orðnir gráir fyrir hærum.  Tíminn hefur líka sett sitt mark á þá félaga Robert Plant og Jimmy Page, eins og sjá má á myndunum hérna neðst. En hvor þeirra finnst þér að hafi haldið sér betur?

 

Ritstjórn október 16, 2014 21:16