Bókmenntir og söngur í Hannesarholti

Tveir ókeypis viðburðir verða í Hannesarholti á morgun, laugardaginn 7. desember: „Bókvit“ kl. 11:30 og „Syngjum Saman“ kl. 14. Hannesarholt hefur í gegnum tíðina sinnt bókmennt með ýmsum hætti og í vistarverum hússins er allnokkur bókakostur, sem gestum býðst að glugga í og njóta á meðan þeir dvelja í húsinu. Nú býður Hannesarholt eftirfarandi rithöfundum að lesa uppúr bókum sínum á laugardaginn 7. desember kl.11.30.
Tómas Ævar Ólafsson – Breiðþotur
Maó Alheimsdóttir – Veðurfregnir og jarðarfarir
Sigga Dögg – Tryllingur
Kjartan Ólafsson – Líf
Einar Lövdahl Gunnlaugsson – Gegnumtrekkur
Eyþór Árnason – Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur
Rán Flygenring – Tjörnin

Þórunn Björnsdóttir stýrir Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginn 7.desember kl.14.  Tóta Björns, eins og hún er oftast kölluð, stýrði kórstarfi í Kársnesskóla í yfir fjörtíu ár og var öflug í uppbyggingu barnakórastarfs á Íslandi. Nú leiðir hún söng hjá eldri borgurum einu sinni í viku í Kópavogi. Tilvalið fyrir fjölskylduna að fjölmenna í sönginn. Textar á tjaldi og allir syngja með. Streymt verður frá söngstundinni. Allar kynslóðir velkomnar. Frítt inn. Hannesarholt hefur haldið úti samsöng frá opnun, vorið 2013, og það var einmitt Tóta sem hóf þá vegferð með okkur.

Ritstjórn desember 6, 2024 16:37