Að finna réttu klippinguna

Það er að finna ótrúlega margar skemmtilegar hugmyndir að klippingum og greiðslum  á vefsíðunni The rigth hairstyles ásamt upplýsingum um hvernig sé best að hugsa um hárið. Sama hvort konur eru með sítt, millisítt eða stutt hár það er hægt að finna hugmynd að nýrri klippingu eða greiðslu. Allt frá einföldum greiðslum og klippingum upp í verulega framúrstefnulegt útlit. Það er því ekki úr vegi að kíkja á síðuna ef konur eru á leið á hárgreiðslustofu. Hér eru nokkrar klippingar og greiðslur sem við fundum á síðunni.

Ritstjórn maí 5, 2017 11:55