Ekki alls fyrir löngu hitti ég konu sem sagði mér sögu sína um ástina sem hún glataði og fann aftur. Eiginmaður hennar hafði látist 20 árum áður og löngu síðar, eftir að hafa heitið því að hún myndi aldrei elska annan mann, uppgötvaði hún að hún var að verða ástfangin á ný.
Þegar við missum maka, hvort sem það er við skilnað eða andlát, er yfirleitt það síðasta sem okkur dettur í hug að gera að hefja annað samband. Þegar við tökumst á við sársaukann sem við upplifum verður atburðurinn meginþema lífs okkar þar til við ákveðum annað. Við leitum svara og þráum að vera bara einu sinni enn í fangi horfins maka. En það er bara ekki að fara að gerst.
Sársaukinn er miserfiður
En eftir því sem tíminn líður, sem hann mun gera, alveg óháð því hverjar aðstæður okkar eru, mun mesti sársaukinn dvína. Þá munum við byrja að byggja lífið upp á ný, smátt og smátt. Það fer síðan eftir hverjum og einum hvernig við förum í þetta verkefni. Sumir henda sér í vinnu á meðan aðrir ákveða að rækta nýja vináttu. Aðrir sækja í ýmiss konar klúbba eða námskeið. Svo er margskonar hjálparstarf í boði. Síðan eru þeir sem forðast að takast á við sársaukann og grafa hann djúpt sem er allra versti kosturinn.
Missir og einmanaleiki
Allir, sem missa maka, deila einmanaleika sem fylgir óhjákvæmilega.
Eftir nokkurn tíma myndu margir vilja leita félagsskapar en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því. Oft stýrist löngun eftir nýju sambandi af ráðleggingum frá samferðafólki. Mjög margir hafa ekki verið á stefnumótamarkaðnum mjög lengi og upplifa óvissu um hvernig eigi að fara að því að leita félagsskapar. Sumir leita ráða hjá vinum og heyra þá gjarnan sögur sem myndu hræða jafnvel þá hugrökkustu til að vera einhleypir það sem eftir er. En við verðum að vera okkar eigin dómarar og ákveða hvort við erum tilbúin að opna líf okkar fyrir nýjum vini.
Að gefa ástinni séns
Sumir munu lesa þetta og segja: ,,Ó, ég er ekki tilbúin(n) enn þá og mun kannski aldrei verða það.” En mundu að við eigum aldrei að gefa upp vonina um framtíðarhamingju okkar. Þegar við byrjum að finna fyrir fjarveru maka meir og meir og förum að finna meira fyrir nærveru þeirrar manneskju sem við erum að verða, án horfins makan, munum við geta ákveðið hvort tími sé komin fyrir nýjan vin.
Sektarkennd og ótti er hluti af afleiðingum makamissis. En algerlega nauðsynlegt er að losna við þessar kenndir og þegar okkur tekst það munum við finna hvort við erum tilbúin að íhuga möguleikann á að finna ástina á nýjan leik. Og í flestum tilfellum er staðreyndin sú að við erum tilbúin.
(Þýðing af vef Sixtyandme)