Allt of margt ungt fólk í stjórnmálum

Benedikt Erlingsson.

Benedikt Erlingsson.

„Unga fólkið er engin lausn. Það er allt of mikið af ungum stjórmálamönnum. Allt þetta gamla miðaldra lið á Alþingi sem við vantreystum á það allt sameiginlegt að það byrjaði allt kornungt í stjórnmálum og kunni ekkert nema að þóknast baklandinu og leika flokksleikinn. Þetta á við nær alla íslenska stjórnmálastétt í dag. Vandi lýðræðisins í allri vestur Evrópu er „ungstjórnmálamenn“ sem eru fullkomlega vanmáttugir gagnvart auðvaldinu og flokkssvipunni. Fólk sem kann ekkert annað en að vera í stjórnmálum er hættulegt lýðræðinu af því það hefur ekki efni á því að tapa eða standa við hugsjónir sínar“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri á fésbókarasíðu sinni, 12 nóvember síðast liðinn,“ Margir tjá sig um ummælin á síðu Benedikts til að mynda Andrés Jónsson, almannatengill sem segir að hlutirnir séu ekki svona einfaldir. „Fólk er ekki svona svart hvítt. Aldur, ferill, eða lengd stjórnmálaáhuga er ekki breytan sem við getum horft til. Það hefur til dæmis aldrei verið kosið jafn margt nýtt fólk á Alþingi eins og síðast.“ Baldvin Jónsson, hjá Fréttatímanum segist aldrei hafa verið sammála þessari áherslu á aldur hjá ungliðum. Hvorki á unga né gamla. „Mér finnst hins vegar ákjósanlegt að stjórnmálamenn hafi mikla reynslu af öðru en pólitík þegar þeir bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðina og jafnvel kostur ef þeir hafa litla kennslu eða uppeldi fengið í langvarandi flokksstarfi. Veljum frekar frumkvöðla, „action“ fólk, fólk sem hefur reynslu af því að koma hlutum í verk. Og sömuleiðis fólk sem hefur skýra persónulega hugsjón og stefnu.“  Þór Saari fyrrverandi þingmaður segir að þetta sé hárrétt hjá Benedikt. Þór segir að það eigi ekki að leyfa fólki að sitja á þingi nema í tvö til þrjú körtímabil.

 

Ritstjórn nóvember 17, 2015 11:29