Tengdar greinar

Darkest Hour

Winston Churchill

Það hafa verið skrifaðar margar bækur og kvikmyndir um Winston Churchill fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og enn er verið að gera myndir um hann. Um helgina verður frumsýnd í Sambíóunum kvikmyndin Darkest Hour en hún gerist í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá hvíla örlög hins frjálsa heims á öxlum óreynds forsætisráðherra Bretlands. Churchill stendur frammi fyrir tveimur kostum og hvorugum góðum. Hann verður að ákveða hvort Bretar þrauki áfram og berjist þar til yfir lýkur eða hvort reynt verði að semja við Hitler. Það er Gary Oldman sem fer með hlutverk Churchill með önnur stór hlutverk í myndinni fara Ben Mendelsohn og Lily James. Darkest Hour hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og Gary Oldman er tilnefndur sem besti leikarinn í aðalhlutverki. The Darkest Hour er einnig tilnefnd til fjölda Baftaverðlauna eða 8. Hún fær til að mynda tilnefningu sem besta myndin og Oldman er tilnefndur sem besti leikarinn.

Ritstjórn febrúar 2, 2018 08:53