Pasta með sveppum og kjúklingi eða hráskinku:
10 g þurrkaðir villisveppir ef vill
100 ml vatn
300 g pasta, skrúfur eða slaufur
salt
250 g ferskir sveppir
2 msk. smjör
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
knippi steinselja, smátt söxuð
1 msk. ferskt tímían
½ grænmetisteningur
nýmalaður svartur pipar
150 ml rjómi
kjúklingabringa steikt og skorin í bita eða 200 g hráskinka
nýrifinn parmesan ostur
Ef þurrkaðir villisveppir eru notaði eru þeir settir í skál, sjóðandi vatni hellt yfir þá og látnir standa í 10 mín. Fersku sveppirnir eru skornir í sneiðar og steiktir í smjöri ásamt hvítlauk, steinselju og tímíani við meðalhita í nokkrar mínútur. Kryddið með pipar og salti, bætið þurrkuðu sveppunum ásamt vatninu af þeim á pönnuna og svo rjómanum líka. Látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til sósan hefur þykknað svolítið. Skerið kjúklinginn eða skinkuna í bita og bætið út í. Látið pastað í sigti þegar það er soðið og látið vatnið renna vel af því. Látið pastað í skál og hellið sósunni yfir og blandið. Berið pastaréttinn fram með nýrifnum parmesan osti og góðu brauði.







