Þessi saltfiskréttur er afar bragðgóður. Uppskriftin hefur fylgt blaðamanni Lifðu núna í mörg ár og hann löngu búin að gleyma því hvar hann fékk hana. Það er hins vegar gott að dusta af henni rykið þegar góða gesti ber að garði.
Það sem til þarf fyrir fjóra er:
600 gr. saltfiskur (forsteiktur á pönnu)
olífuolía
500 gr. soðnar kartöflur
100 gr. svartar olífur
Raspið
2 1/2 dl. brauðrasp
3 marin hvítlauksrif
3 msk. söxuð steinselja
Hvít sósa
80 gr. smjör
80 gr. hveiti
1 l mjólk
múskat, salt og pipar. Sósan er gerð eins og venjuleg hvít sósa.
Tómatsósa
1 laukur smátt skorin
4 hvítlauksrif smátt skorin
2 msk. tómatþykkni
250 gr. nýir tómatar eða tómatar úr dós
2 msk. olífuolía
timian
salt og pipar
nokkur sykurkorn
Allt sett í pott og látið malla í um það bil 20 mínútur.
Smyrjið leirfat með olífuolíu. Sneiðið kartöflurnar og leggið þær á botninn. Stráiið einum þriðja af raspinum hvítlauknum og steinseljunni yfir. Forsteikið saltfiskinn og rífið fiskinn í bita og leggið yfir kartöflurnar. Dreifið olífunum yfir fiskinn. Hellið hvítu sósunni yfir og því næst tómatsósunni. Dreifið brauðraspinum og restinni af hvítlauknum yfir sósuna. Dreypið olíu yfir raspinn. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 10 til 15 mínútur.