Eldri menn kjósa yngri konur

Því hefur oft verið haldið fram að miðaldra karlar séu í ákveðinni tilvistarkrísu. Þegar þeir eru hvað verst haldnir skilji þeir við eiginkonuna og fái sér aðra mun yngri og nýjan bíl. Kenningin gengur sem sagt út á að eldri menn kjósi yngri konur frekar en konur sem eru nær þeim í aldri. Þetta er ekki alveg út í bláinn ef marka má nýlega finnska rannsókn. Í henni kom fram að þegar karlar eldast velja þeir sér konur á öllum aldri sem bólfélga þó helst ekki konur sem eru eldri en þeir. Aldursbilið breikkar sem sagt. Það þýðir þó ekki að þeir kjósi ekki yngri konur, samkvæmt rannsókninni vildu þeir helst sænga hjá konum á þrítugsaldri. Yngri mennirnir í rannsókninni þeir sem voru um fertugt vildu helst sænga hjá hjá rúmlega tvítugum konum og það sama var uppi á teningnum hjá fimmtugum körlum og sextugum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í finnska tímaritinu PsyArXiv og var unnin af sérfræðingum við háskólann í Turku og í henni tóku þátt 2655 fullorðnir einstaklingar. Rannsóknin tók einnig til kvenna þar var allt annað uppi á teningnum. Þegar konur velja sér menn vilja þær helst jafnaldra sína eða menn sem eru aðeins eldri en þær sjálfar. Jan Antfolk stjórnandi rannsóknarinnar segir að þarna sé um grundvallar mun á kynjunum að ræða og hann megi skýra með náttúruvali. „Karlar velja sér konur sem eru líklegar til að vera frjósamar,“ segir Jan og bætir við að konur séu vandi sig mun meira þegar þær velja sér karla til að sænga hjá og þær velji karla sem séu á svipuðum aldri og þær sjálfar. En þrátt fyrir að karlarnir kjósi  helst yngri konur eru þeir ekki með neina þráhyggju gagnvart kynlífi með ungum konum eins og fólk ímyndi sér oft.

Ritstjórn september 7, 2018 06:27