Espresso súkkulaðibitar með kaffinu

1/2 bolli smjör, brætt
85 g súkkulaði, dökkt og ósætt, skorið í bita
2 egg
1 1/4 bolli sykur
2 msk. instant espresso kaffiduft
2 msk. kaffilíkjör
1 tsk. vanilludropar
3/4 bolli hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. salt
hindber, sítrónumelissa og flórsykur til skrauts ef vill

Hrærið eggin og sykurinn saman. Sigtið hveitið og bætið lyftidufti, vanilludropum, bráðnu smjörinu, kaffidufti, salti og líkjörnum saman við blönduna. Bætið að lokum súkkulaðibitum saman við og hærið allt saman. Látið blönduna í eldfast form og bakið við 190 gráður í 20 mínútur. Skerið í bita og berið fram með kaffinu.