Hátíðarpastasalat með grænmeti og kjúklingi

Hátíðarpastasalat er tilvalið að gera fyrir helgardögurðinn. Þetta salat er einfalt í undirbúningi og sérlega bragðgott.

hálfur pakki tagliatelle

3-4 kjúklingabringur, bein- og skinnlausar

4 msk. ólífuolía

1 rauðlaukur

4 hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð

2 stórir kúrbítar

2 rauðar paprikur

1 dós saxaðir tómatar (diced)

hálf dós tómatsósa

2 msk. oreganó

2 msk. Italian seasoning eða mixed herbs

1 grænmetisteningur

1 msk. dijon sinnep

ögn af soja-sósu

pipar og salt

parmesan ostur, sneiddur, t.d. med ostaskera, eða ,,skrælara“

Setjið ólífuolíu í stóran pott, grófskerið laukinn, helst í strimla. Látið hann krauma í olíunni ásamt hvítlauknum við frekar vægan hita í u.þ.b. 5 mínútur. Laukurinn má alls ekki brúnast. Skerið kúrbítinn og paprikuna í strimla, bætið þeim út í pottinn og látið malla við meðalhita í u.þ.b. 5 mínútur. Hrærið í af og til. Setjið tómatana út í ásamt tómatsósunni. Kryddið og bætið grænmetisteningnum, sinnepinu og sojasóusunni saman við. Látið malla í u.þ.b. 15 mínútur. Sjóðið tagliatelle eftir leiðbeiningum á umbúðum. Skerið kjúklingabringurnar i mjóar ræmur á meðan pastað sýður, kryddið með pipar og salti og gegnsteikið kjötið. Blandið því síðan saman við grænmetið og setjið í skál. Sneiðið parmesan ostinn yfir, má líka rífa hann, og berið fram með tagliatelle og fersku salati.

Ritstjórn október 15, 2022 17:25