Gljáður rauðlaukur

Gljáður rauðlaukur er himneskur sem meðlæti, t.d. með lifrarkæfu eða með hamborgara. Hann fer líka mjög vel með fuglakjöti, nauta- eða svínasteik. En gæta verður þess að hitinn sé vægur en löng og hæg steiking er lykillinn að því að draga fam náttúrulega sætu lauksins.

800 g rauðlaukur

2 msk. olía

2 tsk. hunang

1 msk. balsam- eða rauðvínsedik

nýmalaður pipar

salt

Afhýðið laukana og skerið þá í tvennt og hvorn helming um sig í þunnar sneiðar. Velgið olíuna á pönnu og setjið laukinn í og látið krauma ivð vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur, eða þar til hann er farinn að mýkjast. Hrærið þá hunangi, ediki, pipar og dálitlu salti saman við og látið krauma áfram við vægan hita í eina klúkkustund eða þar til laukurinn er orðinn dökkrauðbrúnn og gljáandi og hefur „karamelíserast“ en gætið þess að hann brenni alls akki. Hrærið öðru hverju í og berið hann síðan fram sem meðlæi

Munið að löng og hæg steiking er lykillin að því að draga fram náttúrulega sætu lauksins og gera hann að sælgæti.

 

Ritstjórn febrúar 21, 2020 08:01