Tengdar greinar

Sjö matvæli sem margir vita ekki að má frysta

Frystirinn er til margra hluta nytsamlegur og ótrúlega margt sem hægt er að frysta, sem við höfum kannski ekki hugsað út í. Svo sem eins og kryddjurtir, mjólk og fleira. Við rákumst á grein á systursíðu Lifðu núna í Bandaríkjunum þar sem farið er yfir sjö matvæli sem má frysta, matvæli sem okkur hefði ef til vill ekki dottið í hug að væri hægt að geyma í frystinum til að nota síðar, í stað þess að henda þeim í ruslið.

  1. Avocado

Skerið avocadoið í  tvo helminga, flysjið og takið burt kjarnann. Penslið Avocado helmingana með sítrónusafa og pakkið þeim  vel inn í plast. Setjið þá síðan í frystipoka og lofttæmið þá áður en þeim er lokað og þeir settir í frystinn. Síðan er bara að taka þá út þegar hentar, þíða þá og búa til úr þeim guacamole.

  1. Sítrónu og appelsínu sneiðar

Frystið þær í gleríláti. Látið þær þiðna þegar ætlunin er að nota þær aftur, til dæmis til matargerðar, eða til að búa til fyllingu í kjúkling.

  1. Mjólk

Setjið mjólkina í klakaform í frystinn í ísskápnum. Ekki fylla formið alveg því mjólkin þenst út við frystingu. Mjólkin virðist þykkna þegar hún er þídd, en bragðið er eðlilegt. Best er að að nota þíddu mjólkina í bakstur

  1. Pasta

Flýtið fyrir matartilbúningnum með því að þíða forsoðið og fryst pasta. Til að útbúa forsoðið pasta þarf að sjóða það  í nokkrar mínútur, en ekki fullsjóða það. Skolið það síðan í köldu  vatni. Þegar það kólnar, dreypið olíu yfir það, setjið í bökunarform og frystið í nokkra klukkutíma áður en það er sett í frystipoka. Ljúkið svo matartilbúningnum með því að  setja það út í pastasósuna.

  1. Ostur

Harðir ostar þola frost betur en mjúkir ostar. Parmesan hentar til dæmis vel til frystingar.  Frystið ostinn í heilu lagi í upprunalegum umbúðum og setið síðan í frystipoka.  Geymið hann þannig að hann blasi við þegar frystirinn er opnaður.

  1. Ferskar jurtir

Ekki láta persilju eða basil lauf, sem verða afgangs fara til spillis. Blandið þeim út í olífuolíu eða vatn og setjið í klakaform í frystinn. Það er svo upplagt að hræra klakabitunum út í sósur til að bragðbæta þær.

  1. Grænu salatblöðin

Gufusjóðið spínat eða kál, þar til það er orðið mauksoðið. Látið það kólna. Frystið ca. 500 gr. í hvern poka. Áður en það er notað, skal láta það þiðna í ísskápnum yfir nótt. Hellið ólífuolíu og stráið salti og pipar yfir grænmetið og hitið í ofni áður en það er borið fram.

Ritstjórn júlí 14, 2021 11:22