Ferðalag án þess að færa sig úr stað

Félagsmiðstöðvar í borginni bjóða upp á áhugaverðar sýningar og viðburði. Á morgun gefst mönnum kostur á að ferðast með hjá þrívíddartækni án þess að færa sig úr stað í Borgum í Spönginni í Grafarvogi. Eftirfarandi fréttatilkynning barst Lifðu núna:
Þrívíddarsýning 3d/kynning fyrir eldri borgara, miðvikudaginn 24. júli kl. 13.00 og alla sem áhuga hafa. Borgir, Spöngin 43, Gravarvogi, 112 Reykjavík. Þrívíddar sýning/kynning fyrir eldri borgara og alla sem hafa áhuga að skoða viðburði og staði í þrívídd 3d/Sýndarveruleika VR verður haldin í Borgum, Spönginni 43, Gravarvogi miðvikdaginn þann 24. júlí. Öll
velkomin.
Þegar við eldumst og hreyfigeta minnkar þá er oft ljúft að geta heimsótt áhugaverði staði og listviðburði með aðstoð tölvutækninnar, þ.e.a.s. stafræna leiðsögn. Þá getur Þrívíddar 3d/Sýndarveruleika VR tækni komið okkur til hjálpar.
Þá getum við skoðað viðkomandi viðburði þegar okkur hentar og höfum tíma til. Þurfum ekki að koma á einhverjum ákveðnum tíma eða á stað sem við getum vegna hreyfi örðugleika átt í vanda með að heimsækja. Sem t.d. getur verið erlendis eða boðið einhverjum, t.d. börnum eða barnabörnum okkar að sjásýningu sem við erum að taka þátt í hér heima og þau þá búa erlendis.
Söfn og staðir utanhúss sem sýndir verða í Þrívídd 3d/ Sýndarveruleika VR eru, (á meðan tími vinnst til):
● Listaháskóli Íslands. Útskriftarsýningu 67. BA nema frá Listaháskóla Íslands sem sett var upp í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 10. maí í ár.
● Dómkirkjan í Reykjavík.
● Skálholtskirkja.
● Ljáðu mér Vængi, sýning til heiðurs frú Vigdísi Finnbogardóttur f. forseta.
● Mentaskólinn í Reykjavík, MR.
● Verslun Guðsteins sem var á Laugavegi 42.
● Bókaverslunin Bókin sem er á horni Hverfisgötu og Klapparstígs.
● Dimmuborgir í Mývatnssveit.
● Kaffihúsið Lyst í Lystigarðinum á Akureyri.
● Árbærinn gamli á Árbæjarsafni.
● Leikskólinn Sunnuás á Dyngjuvegi 18, 104 Reykjavík.
Ritstjórn júlí 23, 2024 08:38