Flestir Íslendingar deyja úr krabbameini

Á vef landlæknisembættisins má sjá lista yfir dánarmein Íslendinga. Nýjustu tölur eru frá 2015. Það ár létust rúmlega 2180 Íslendingar.  Fimm algengustu dánarmeinin voru sem hér segir.

Illkynja æxli  –  27.5%

Hjartasjúkdómar  – 23%

Heilaæðasjúkdómar – 7%

Alzheimer – 6.5%

Langvinnir öndunarfærasjúkdómar  – 4%

Önnur mein sem fólk deyr af samkvæmt tölum Landlæknis eru slysaáverkar, innflúensa, sjálfvíg, sykursýki og nýrnabólga/nýrnaheilkenni.

Þetta er mjög svipað og var fyrir 10 árum, en það ár létust tæplega 1840 manns. Þá voru fimm algengustu dánarosakirnar þær sem raktar eru hér fyrir neðan. Það vekur athygli þegar tölurnar fyrir þessi tvö ár eru bornar saman,  að hlutfall þeirra sem deyr úr alzheimer hefur hækkað úr 4.5% árið 2005 í 6.5% árið 2015.

Illkynja æxli  – 28%

Hjartasjúkdómar – 23.5%

Heilaæðasjúkdómar – 8%

Alzheimer – 4.5%

Langvinnir öndunarfærasjúkdómar – 4.5%

 

Ritstjórn júlí 10, 2017 11:39