Foreldrar sem lánastofnanir

Þegar næst elsta dóttir Stephen Farrry hóf nám á öðru ári í háskóla var hún búin með allan sinn sparnað. Foreldrarnir buðust því til að greiða fyrir hausmisserið. En það var einn hængur á, því þá kom að spurningunni hvernig ætti að greiða fyrir vormisserið. Foreldrarnir stóðu frammi fyrir þeirri spurningu hvor þau ættu að ganga á eigin sparnað og greiða fyrir nám, uppihald og skólagjöld svo barnið gæti farið inn á fullorðinsárin skuldlaust. Eða átti að láta hana fara út í lífið með skuldir á bakinu. Stephen segir í grein sem hann skrifar í bandarískatímaritið AARP að flestir foreldrar vilji hjálpa börnum sínum jafnvel þó það komi niður á fjárhagslegu öryggi þeirra sjálfara. Í könnun Pew Research Center  sem gerð var árið 2015 hafi komið í ljós að 61 prósent foreldra fullorðinna barna í Bandaríkjunum höfðu aðstoðað börn sín fjárhagslega undangengna tólf mánuði.

Í rannsókn sem  Ingibjörg H. Harðardóttir lektor við Háskóla Íslands og Amalía Björnsdóttir prófessor við sama skóla gerðu á framlagi eldra fólks til samfélagsins hér á landi kom í ljós að  tæplega 59% höfðu lánað eða gefið peninga og var það algengara meðal karla en kvenna. Um 40% höfðu keypt fatnað, húsbúnað, heimilistæki og aðrar nauðsynjar fyrir afkomendur sína og um 30% styrkt þá með framlagi til tómstundastarfs eða námskeiða. Alls höfðu 15% lánað veð í húsnæði sínu. Íslenskir foreldrar fullorðinna eru því ekki eftirbátar bandaríkjamanna þegar kemur að því að hjálpa börnunum fjárhagslega.  Þátttakendur í rannsókninni voru 1200 á aldrinum 67-85 ára og svöruðu 59 prósent þeirra. Gallup sá um framkvæmdina og var gagna aflað með því að hringja í fólk

Stephen segir að stundum séu  foreldrar ekki aflögufærir til að greiða fyrir fullorðin börn sín eða lána þeim þeim peninga. Foreldrar á sjötugsaldri verða að horfast í augu við að það getur stefnt fjárhag þeirra í voða að láta börnin fá peninga. Oft er fólk hætt að vinna eða við það að fara á eftirlaun og hafa því minni möguleika á að leggja fyrir en þegar þeir voru yngri. Stephen segir að foreldrar verði að svara eftirfarandi spurningum áður en þeir aðstoða börnin með fjárframlögum. Koma  peningarnir til að færa þeim örygggi og stöðugleika í lífinu? Þarf einungis að hjálpa þeim einu sinni, eða í stuttan tíma eða koma þau til með að þurfa fjárstuðning til lengri tíma? Fylgir fjárhagsaðstoðinni einhver áhætta svo sem að ábyrgjast lán sem gæti haft áhrif á lánshæfni þína í bönkum ef ekki er staðið við samninga. Getur þú lánað eða gefið peningana án þess að eiga það á hættu að skaða samskipti þín við barnið eða aðra þá sem tengjast þér.

 

Ritstjórn mars 9, 2017 12:45