Tengdar greinar

Hægelduð svínasíða 9-12 klukkustundir í ofninum

Norðurljósabarinn

Blaðamaður Lifðu núna fór nýlega austur á Þingvöll og snæddi kvöldverð á veitingastaðnum Silfru sem er á ION hótelinu á Nesjavöllum. Ferðin var einstök upplifun í fallegu haustveðri og maturinn sérstaklega góður.  Við fengum okkur fordrykk á Norðurljósabarnum sem er skemmtilegur bar með ákaflega fallegu útsýni.  Fyrir þá sem vilja fá meira út úr ferðinni er líka hægt að fara í sund og spa þarna á staðnum, til dæmis fyrir matinn.  Það er skemmst frá því að segja að allt sem við borðuðum og drukkum þetta kvöld, var óvenju ljúffengt. Yfirkokkurinn á staðnum Sindri Guðbrandur Sigurðsson féllst á að deila með okkur uppskrift að rétti sem hann segir að hafi verið lengi á matseðlinum hjá sér og sé mjög vinsæll. Það er sem sagt þessi hægeldaða svínasíða með sinnepsgljáa.

1 stk svínasíða án puru (ca 600 gr)

3 stk laukar

5 stk hvítlauksrif

1 stk blaðlaukur

3 stk gulrætur

200 ml soya sósa

200 g púðursykur

5 msk gróft sinnep

3 stk svína teningur

3 l van

Aðferð

1. Ofn er stilltur á 85 gráður

2. Grænmeiti er skorið gróft niður

3. Svínasíða, grænmeti og allt annað hráefni er sett saman í stóran steikarpott með loki og inní ofn í 9-12 klukkutíma.

4.  Soðið sem kemur af síðunni er tilvalið að sigta frá og sjóða niður um 2/3 þangað til að það verður þykkt og nota sem gljáa fyrir síðuna.

5. Látið er  svínasíðuna ná stofuhita áður en hún er skorin niður og grilluð eða steikt

Meðlætið með svínasíðunni, sem sést á myndinni sem fylgir, er selleryrótar mauk, en í því er pikkluð selleryrót, og sinnepsfræ, síðan er líka sýrður perlulaukur.

Ferðin á Nesjavelli var virkilega skemmtileg upplifun og það kom verulega á óvart að finna svona frábæran matstað þar. Punkturinn yfir i-ið var svo norðurljósasýningin á leiðinni heim um kvöldið.

ION hótelið. Norðurljósabarinn er næst okkur á myndinni og sundlaugin fyrir neðan hann

 

 

 

Ritstjórn október 4, 2019 10:39